Fara í innihald

Netfang

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 10. desember 2013 kl. 12:56 eftir Akigka (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. desember 2013 kl. 12:56 eftir Akigka (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Netfang er auðkenni notanda tölvupósts. Það er samsett úr notandanafni og DNS-léni sem eru aðgreind með at-merki (@), venjulega borið fram „att“ eða „hjá“. Dæmi um netföng eru [email protected] og [email protected].

Forskeytið mailto: er skrásett hjá IANA og má því nota til að tilgreina að um netfang sé að ræða þegar maður slær það inn í vafraglugga eða í tengli í HTML-kóða. Einnig er hægt að bæta við eigindum svo sem subject (efni) og body (innihaldi) eftir ? í slóðinni.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.