Fara í innihald

Gátt:Úrvalsefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Úrvalsgátt íslensku Wikipediu
Á úrvalsgáttinni birtist það alfræðiefni sem þykir bera af á íslensku Wikipediu í bland við úrvalsgreinar á öðrum tungumálum og margmiðlunarefni frá Wikimedia Commons.
Uppfærðu síðuna til þess að sjá nýtt efni af handahófi.
Gyllt stjarna
Úrvalsgrein
Íslenskur lager frá Vífilfelli.
Íslenskur lager frá Vífilfelli.

Bjór á Íslandi er framleiddur af fimm íslenskum brugghúsum. Langstærstu framleiðendurnir eru Ölgerðin Egill Skallagrímsson og Vífilfell. Mest af þeim bjór sem framleiddur er á Íslandi er ljós lagerbjór með 4,5-5,5% áfengismagn. Sala á áfengu öli var bönnuð á Íslandi frá upphafi bannáranna 1915 til 1. mars 1989 sem var kallaður „bjórdagurinn“ eða „B-dagurinn“ og þykir sumum við hæfi að gera sér dagamun þennan dag æ síðan. Íslenska ríkið hefur einkarétt á smásölu áfengis og er salan í höndum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR). Áfengisgjald sem er lagt á bjór á Íslandi er það langhæsta í Evrópu ef Noregur er undanskilinn.

Öl var helsti áfengi drykkurinn á Íslandi fram eftir öldum og ölhitun hefur þekkst á landinu frá landnámi. Öl var ýmist kallað öl eða mungát. Hluti innihaldsins fyrir ölgerðina, s.s. malt og mjaðarlyng (pors), var gjarnan innfluttur en hugsanlega hafa innlendar jurtir á borð við vallhumal, mjaðjurt og augnfró verið notaðar til að krydda ölið í stað mjaðarlyngs. Þetta óhumlaða öl gat skemmst vegna skjaðaks. Ölgögn til heimabruggunar öls voru til víða og jafnvel sérstök hituhús þar sem bruggunin fór fram. Heimildir eru til um bruggun öls á biskupsstólunum og í klaustrunum. Malt virðist hafa verið álitin nauðsynjavara.

Lesa áfram um bjór á Íslandi...

Blá stjarna
Gæðagrein
Karl Popper
Karl Popper

Karl Raimund Popper (28. júlí 190217. september 1994) var austurrísk-enskur vísinda- og stjórnmálaheimspekingur, kunnur fyrir kenningu sína um rannsóknaraðferðir vísindamanna og ádeilu á alræðisstefnu nasista og kommúnista. Hann var einn áhrifamesti heimspekingur 20. aldar.

Popper fæddist í Vínarborg og var af Gyðingaættum. Hann lauk doktorsprófi í heimspeki frá Vínarháskóla 1928 og var gagnfræðaskólakennari í heimalandi sínu 1930-1936. Fyrsta bók hans, Logik der Forschung (Rökfræði vísindalegra rannsókna), birtist 1934. Popper fluttist til Nýja Sjálands 1937, þar sem hann gerðist heimspekikennari í Christchurch. Eftir að stjórnmálarit hans, The Open Society and Its Enemies (Opið skipulag og óvinir þess) kom út 1945 og vakti mikla athygli, varð hann kennari í rökfræði og aðferðafræði vísinda í Hagfræðiskólanum í Lundúnum (London School of Economics) 1946 og prófessor 1949.

Lesa áfram um Karl Popper...

Grá stjarna
Úrvalsmynd

Gráúlfur.

Græn brotin stjarna
Upprennandi
Allt efni Wikipediu er unnið í sjálfboðavinnu með það markmið að safna samanlagðri þekkingu mannkyns og gera hana eins aðgengilega og hægt er. Á þessari síðu eru bestu dæmin um þetta starf á íslensku Wikipediu en það er mikið verk óunnið og öll hjálp er vel þegin. Ef þú getur hugsað þér að taka þátt í þessu verkefni þá ættir þú að lesa kynninguna og nýliðanámskeiðið og hefjast svo handa.

Af 58.624 greinum á íslensku Wikipediu komast aðeins örfáar útvaldar í hóp gæða- og úrvalsgreina. Samstarf notenda um að fjölga þessum greinum og hækka hlutfall þeirra fer fram í úrvalsmiðstöðinni.

Tillögur að gæðagreinum: Engin atkvæðagreiðsla í gangibreyta

Tillögur að úrvalsgreinum: Atkvæðagreiðsla í gangibreyta

hnöttur
Alþjóðleg úrvalsgrein
Zdjęcie Marsa zrobione przez sondę Viking 1
Zdjęcie Marsa zrobione przez sondę Viking 1

Mars – czwarta według oddalenia od Słońca planeta Układu Słonecznego. Nazwa planety pochodzi od imienia rzymskiego boga wojny – Marsa. Zawdzięcza ją swej barwie, która przy obserwacji z Ziemi wydaje się być rdzawo-czerwona i kojarzyła się starożytnym z pożogą wojenną. Postrzegany odcień wynika stąd, że powierzchnia planety zawiera tlenki żelaza. Mars jest planetą wewnętrzną z cienką atmosferą, o powierzchni usianej kraterami uderzeniowymi, podobnie jak powierzchnia Księżyca. Występują tu także inne rodzaje terenu, podobne do ziemskich: wulkany, doliny, pustynie i polarne czapy lodowe. Okres obrotu wokół własnej osi jest niewiele dłuższy niż Ziemi i wynosi 24,6229 godziny (24h37min22s). Na Marsie znajduje się najwyższa góra w Układzie Słonecznym – Olympus Mons i największy kanion – Valles Marineris. Gładki obszar równinny Vastitas Borealis na półkuli północnej obejmuje 40% powierzchni planety i może być pozostałością ogromnego uderzenia. W przeciwieństwie do Ziemi, Mars jest geologicznie i tektonicznie nieaktywny.

Lestu meira um Mars á pólsku Wikipediu.

Norðurlönd
Norræn úrvalsgrein
Karta över det svenska språkets utbredning.
Karta över det svenska språkets utbredning.

Svenska är ett östnordiskt språk som talas av över tio miljoner människor, framför allt i Sverige och Finland. I Finland talas det som modersmål framför allt i de finlandssvenska kustområdena och på Åland.

Svenska är i stort sett ömsesidigt begripligt med danska och norska (se särskilt "Klassificering"). De övriga nordiska språken, isländska och färöiska, är mindre ömsesidigt begripliga med svenska, norska och danska. Liksom de övriga nordiska språken härstammar svenskan från en gren av fornnordiska, som är den gemensamma språkstammen för de germanska folken i Skandinavien.

Rikssvenska är, i Sverige, en benämning på den standarddialekt som sedan 1800-talet utvecklats ur mellansvenska dialekter och varit väletablerad sedan början av 1900-talet. I Finland används benämningen rikssvenska också i en vidare betydelse, som motsats till finlandssvenska. Trots att många regionala varianter med rötter i äldre lokala dialekter fortfarande talas är både talspråk och särskilt skriftspråk i hög grad standardiserade.

Lestu meira um sænsku á sænsku Wikipediu.

Púsl
Gáttir
Gáttir eru ein aðferðin til þess að setja efni Wikipediu fram á skipulagðan hátt og auðvelda aðgengi að því. Þær eru eins konar forsíður fyrir sín efnissvið. Góðar gáttir á íslensku Wikipediu eru: