Protecting Your Privacy

Að virða persónuvernd

 

Vefsvæðið er stutt af veitendum stafrænna auglýsinga og er undir stjórn European Interactive Digital Advertising Alliance (EDAA). Við skuldbindum okkur til að virða og standa vörð um persónuvernd allra einstaklinga sem við eigum í samskiptum við, hvort sem þau voru, eru eða verða. Hluti af þessari skuldbindingu er markmið okkar um að veita þér skýrar upplýsingar og hafa stjórn á þeim persónuupplýsingum sem við höfum um þig, en einnig á öðrum almennum upplýsingum sem við getum safnað og nýtt okkur þegar þú notar vefsvæðið.

 

Vefsvæðið

 

Á þessu vefsvæði stjórnum við mikilvægum þætti í samevrópskri sjálfseftirlitsbundinni áætlun sem varðar hegðunartengdar auglýsingar á netinu (sem miðar að því að birta notendum internetsins áhugatengdar auglýsingar). Þetta sjálfseftirlitsbundna verkefni veitir notendum internetsins, til að mynda þér, aukið gagnsæi og stjórn yfir áhugatengdum auglýsingum.

 

Þetta gagnsæi er veitt með samræmdu „OBA-tákni“, sem er fáanlegt með fylgitexta á öllum opinberum tungumálum ESB (altækur listi með fylgitexta á öllum opinberum tungumálum ESB er tiltækur hér), sem birtist þar sem fyrirtæki safna og vinna með upplýsingar í tengslum við áhugatengdar auglýsingar á netinu. Þegar smellt er á táknið eru notendum birtar skýrar og skiljanlegar upplýsingar um birtingu áhugatengdra auglýsinga á netinu.

 

Táknið veitir notendum einnig tækifæri til að nýta sér verkfæri og tilföng til að merkja við valkosti og hafa stjórn á birtingu áhugatengdra auglýsinga á netinu. Meðal þessara verkfæra og tilfanga má nefna þetta vefsvæði. Þetta vefsvæði nær yfir aðildarríki Evrópusambandsins/Evrópska efnahagssvæðisins (ESB/EES), en einnig Sviss og Tyrkland, og felur í sér einfaldan eiginleika (sem allir notendur ofantalinna landa geta nýtt sér) sem slekkur á birtingu áhugatengdra auglýsinga (frá fyrirtækjum sem taka þátt) ef notendur kjósa þann valkost. Einn markverðasti eiginleiki vefsvæðisins er að það var búið til samkvæmt skuldbindingu fyrir iðnaðinn í heild sinni, og styðst við European Advertising Standards Alliance (EASA) og samstarfsaðila samtakanna sem eru rótgrónar og viðurkenndar, sjálfseftirlits- og landsbundnar auglýsingastofnanir víða um Evrópu sem vinna að því að tryggja skilvirk meðhöndlunarkerfi kvartana sem eru bæði sjálfstæð og veitt notendum án endurgjalds.

 

Persónuupplýsingarnar þínar

 

Meðhöndlun EDAA á persónuupplýsingunum þínum sem greint er frá í þessari tilkynningu byggist á þínu samþykki eða samningsbundinni nauðsyn. Þegar þú veitir okkur endurgjöf í gegnum vefsvæðið gætum við safnað og unnið með persónuupplýsingarnar sem þú veitir okkur, svo sem nafn þitt, netfang og símanúmer. Þessar upplýsingar verða ekki notaðar í neinum öðrum tilgangi en til að koma endurgjöf þinni áleiðis. Í sumum tilfellum getum við ekki unnið úr endurgjöfinni og gætum þurft að deila þessum upplýsingum með viðeigandi sjálfseftirlits- og landsbundnum auglýsingastofnunum vegna meðhöndlunar kvartana. Í slíkum tilfellum deilir EDAA engum persónuupplýsingum nema að hafa veitt þér skýra útskýringu og fengið til þess skýrlegt og upplýst samþykki frá þér fyrirfram. Engar aðrar persónuupplýsingar verða veittar þriðju aðilum. Persónuupplýsingunum þínum verður eytt þegar leyst hefur verið úr málunum þannig að þú og EDAA hafið fengið uppreisn æru.

 

Geymsla upplýsinga

 

EDAA geymir persónuupplýsingarnar þínar í samræmi við gildandi kröfur, og aðeins í þann tíma sem nauðsynlegur er til að inna af hendi þau verk sem greint er frá í þessari tilkynningu, eða svo lengi sem lög segja fyrir um eða áskilið er til að verja hugsanlegar kröfur fyrir dómi.

 

Persónuupplýsingarnar sem fengnar eru í gegnum upplýsingabeiðnir og/eða fyrirspurnir og/eða kvartanir eru sendar beint til EDAA, eru geymdar í eitt ár (eða svo lengi sem lög segja fyrir um eða áskilið er til að verja hugsanlegar kröfur fyrir dómi), nema þú afturkallir samþykkið sem þú gafst til að vinna með persónuupplýsingarnar þínar.

 

Réttindi þín

 

Í samræmi við lög um persónuvernd eru persónuupplýsingarnar þínar tiltækar til yfirferðar ef þú biður um slíkt. Ef þú gerir okkur kunnugt um villur eða óviðeigandi notkun persónuupplýsinganna þinna munum við leiðrétta, uppfæra, takmarka notkun eða eyða persónuupplýsingum eftir því sem við á. Upplýsingar um hvernig hægt er að fá aðgang að persónuupplýsingum er að finna í samskiptaupplýsingunum í lok þessarar persónuverndartilkynningar. Þú hefur rétt til að taka fyrir notkun persónuupplýsinganna þinna hvenær sem er með því að nota samskiptaupplýsingarnar í lok þessarar persónuverndartilkynningar til að senda inn beiðni um slíkt. Þú hefur rétt til að fá persónuupplýsingarnar þínar á nothæfu, stafrænu sniði og senda þær til þriðja aðila („flytjanleiki gagna“).

 

EDAA skuldbindur sig til að vinna með þér að sanngjarnri úrlausn kvartana eða áhyggjuefna sem varða persónuvernd og tengjast þeirri athafnasemi sem vefsvæðið á við um. Ef þú telur samt sem áður að EDAA hafi ekki getað veitt þér aðstoð við kvörtunina eða áhyggjuefnið, hefurðu rétt til að senda inn kvörtun með aðstoð eftirlitsyfirvalds í aðildarríkinu sem þú ert með lögheimili í, á vinnustaðnum þínum eða vegna meints brots á lögum um persónuvernd (í Belgíu skal leita til www.dataprotectionauthority.be og ef um ræðir önnur lönd skal smella hér ).

 

Upplýsingaveiting til þriðju aðila/flutningur persónuupplýsinga erlendis

 

Í gegnum þetta vefsvæði hefurðu einnig kost á að senda upplýsingar og/eða kvartanir beint til sjálfseftirlits- og landsbundinnar auglýsingastofnunar í búsetulandinu þínu (sjá hér til að finna viðkomandi stofnun). Slíkar upplýsingar gætu innihaldið persónuupplýsingar sem eru sendar beint til þeirrar stofnunar til að veita þér aðstoð við kvörtun/meðhöndlun upplýsinga, eftir því sem við á.

 

Við ráðleggjum þér að fara yfir persónuverndarstefnu sjálfseftirlitsbundnu stofnunarinnar ef þú kýst að nýta þér þetta. Í öllum tilfellum verður þér gert kunnugt um til hvaða stofnunar upplýsingarnar eru sendar þegar þetta eyðublað er notað á netinu (t.d. í Þýskalandi: https://www.youronlinechoices.com/de/beschwerde/; t.d. í Bretlandi: https://www.youronlinechoices.com/uk/make-a-complaint)

 

EDAA gefur ekki upp og deilir ekki persónuupplýsingunum þínum sem safnað er á þessu vefsvæði með öðrum fyrirtækjum (nema í örfáum tilfellum og aðeins ef þú veitir samþykki þitt fyrirfram), nema þess sé krafist samkvæmt lögum, opinberum skipunum eða dómsúrskurðum.

 

Vefkökur

 

Vefkökur eru litlir upplýsingapakkar sem eru geymdir í vafranum þínum. Vefsvæðin sem þú heimsækir koma þeim fyrir í vafranum. Ef þú vilt tryggja að engar vefkökur séu notaðar skaltu leita í efnið hér fyrir neðan eða skoða fimm aðalábendingarnar til að fá nánari upplýsingar um hvernig hægt er að stjórna eða óvirkja vefkökurnar í persónuverndarstillingum vafrans. Hafðu í huga að með því að gera vefkökur í þessum tilgangi óvirkar getur eftirlitsverkfærið ekki virkað sem skyldi og gæti skert notkun þína á netinu í heild sinni.

 

Mörg fyrirtækjanna sem greint er frá á síðunni „auglýsingavalkostirnir þínir“ nota vefkökur til að kanna þá valkosti sem þú merktir við hvað varðar auglýsingar (þ.e. hvort þú valdir að „samþykkja“ eða „slökkva á“ auglýsingum), en einnig til að þú getir merkt við viðeigandi valkosti. Þessar vefkökur eru nauðsynlegar til að stjórnsíðan virki og til að auðkenna afkastavillur síðunnar.

 

Við notum einnig vefkökur á þessu vefsvæði til að viðhalda virkni vefsvæðisins, og almennt séð, til að bæta stöðugt þjónustuna sem við bjóðum þér upp á með þessu vefsvæði. Engar persónuupplýsingar eru vistaðar í þessu ferli og upplýsingarnar sem við söfnum saman eru aðeins notaðar samanlagðar. Ef þú vilt slökkva á þessum eiginleika skaltu nota eiginleikann hér fyrir neðan.

 

Hér fyrir neðan er að finna ítarlega lýsingu á vefkökunum sem þetta vefsvæði notar.

 

Hvaða „vefkökur“ eru notaðar á þessu vefsvæði?

 

Vefkaka Tilgangur vefkaka Eðli vefkaka

Tegund vefkaka

Vefgreining EDAA, byggist á sjálfhýsta verkvanginum Matomo: rekur fjölda heimsókna hvers notanda og rekur hvenær hann heimsótti vefsvæðið fyrst, síðast og núgildandi heimsókn. Fyrsti aðili

Eitt ár

Vefkakan hefur eftirlit með áreiðanleika samþættingar fyrirtækjanna Notuð til að hafa eftirlit með áreiðanleika samþættingaratriða fyrirtækjanna og vefsvæðisins. Fyrsti aðili

Einn mánuður

Vefkaka vefkökuborða Notuð til að muna hvort notandi hafi hunsað „vefkökuborðann“ sem birtist efst á vefsvæðum. Fyrsti aðili

Einn sólarhringur

 

Skilgreiningar:

 

  • Vefkaka „fyrsta aðila“ – Vefkaka sem þetta vefsvæði kemur fyrir
  • Vefkaka „þriðja aðila“ – Vefkaka sem annað lén kemur fyrir (þ.e. Ekki þetta vefsvæði)
  • „Varanleg“ vefkaka – Upplýsingar vefkökunnar eru geymdar varanlega í tækinu þínu

 

Við leitumst ekki eftir því að safna persónuupplýsingunum þínum og þegar við gerum það reynum við að gera persónuupplýsingarnar ónafngreinanlegar ef mögulegt er.

 

 Hvernig get ég stjórnað notkun vefkaka á þessu vefsvæði?

 

Allir vafrar gera þér kleift að stjórna vefkökum í vefkökumöppu vafrans. Þetta þýðir að þú getir annaðhvort eytt vefkökum úr vefkökumöppunni þegar heimsókninni á vefsvæðið okkar lýkur, eða þú getur fært inn kjörstillingar hvað varðar notkun vefkaka áður en þú byrjar að skoða þig um á vefsvæðinu. Athugaðu að eins og greint er frá hér að ofan getur eyðsla eða höfnun vefkaka haft skaðleg áhrif á notkun þína á vefsvæðinu.

 

Þú getur fengið nánari upplýsingar á:

 

Hafa samband við okkur

 

Ef frekari spurningar vakna um meðhöndlun persónuupplýsinganna þinna eða ef þú vilt nýta þér réttindi þín í ljósi þessarar stefnu skaltu hafa samband við:

 

EDAA | Rue des Deux Eglises 26 | 1000 | Brussels | Belgía

privacy [at] edaa.eu