Fara í innihald

Sögulegur tími

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sögulegur tími er sá hluti mannkynssögunnar sem ritaðar heimildir eru til um.

Mannkynssögunni er skipt í sögulegan tíma og forsögulegan tíma. Skilin þar á milli miðast við upphaf ritaðra heimilda, sem komu ekki fram á sama tíma alls staðar. Því hefst sögulegur tími ekki alls staðar samtímis. Elstu ritaðar heimildir, fleygrúnir, eru frá Súmer, eða Mesópótamíu, frá því 3000-3500 f.Kr., sem kallast fornöld.

Á Íslandi hefst sögulegur tími við landnám Íslands. Að vísu eru ekki til ritaðar samtímaheimildir um landnámið, en greint er frá því í fornum ritum, t.d. Landnámabók og Íslendingabók, sem skráðar eru 200-250 árum eftir landnámið. Þær eru samt taldar geyma all áreiðanlegar sagnir frá landnámsöld.