Fréttir frá ráðuneytunum

21.7.2011 Velferðarráðuneytið Fólki á hlutabótum tryggðar fullar greiðslur í ágúst

Velferðarráðherra áformar, að tillögu stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs, að setja reglugerð sem tryggir að þeir sem átt hafa rétt á hlutabótum samkvæmt bráðabirgðaákvæðum laga um atvinnuleysistryggingar fái fullar greiðslur sem þeim rétti nemur í byrjun ágúst. Ráðherra mun leggja fram drög að reglugerð á næsta ríkisstjórnarfundi.

Lesa meira
 
rg_nyting_afla

20.7.2011 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið Reglugerð um nýtingu afla og aukaafurða

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerð sem skyldar útgerðir til að koma með allan afla að landi, þ.m.t. lifur, hausa, hryggi og afskurð.

Lesa meira
 

20.7.2011 Forsætisráðuneyti Ríkisstjórnin þakkar fyrir skjót og góð viðbrögð vegna hlaupsins í Múlakvísl

Ríkisstjórn Íslands sendir Vegagerðinni, Almannavörnum ríkisins, lögreglunni, björgunarsveitum, vísindamönnum, sveitarstjórnum á viðkomandi svæði sem og öllum þeim fjölmörgu aðilum öðrum sem komu að aðgerðum vegna hlaupsins í Múlakvísl, kærar þakkir fyrir skjótar og markvissar aðgerðir til að tryggja öryggi vegfarenda og koma á vegsambandi yfir fljótið á ný.

Lesa meira
 

20.7.2011 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið Undrun lýst á útnefningu bandaríska viðskiptaráðuneytisins á Íslandi samkvæmt svonefndu Pelly-ákvæði

Ráðherra lýsir yfir undrun yfir aðgerðum bandaríska viðskiptaráðuneytisins vegna hvalveiða Íslendinga. Um er að ræða algerlega sjálfbærar hvalveiðar sem byggðar eru á traustum vísindalegum grunni. Þá stunda bandaríkjamenn sjálfir hvalveiðar með stuðningi Íslendinga og annarra hvalveiðiþjóða. Þetta er í annað sinn sem sambærilegum aðgerðum er beint að Ísland en Norðmenn og Japanir hafa reglulega fengið sambærilegar útnefningar.

Lesa meira
 

20.7.2011 Innanríkisráðuneytið Skýrsla um mannréttindamál á Íslandi send Sameinuðu þjóðunum

Skýrsla um stöðu mannréttindamála á Íslandi hefur nú verið send til Sameinuðu þjóðanna en hún er hluti af úttekt SÞ á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjunum. Skýrslan verður tekin fyrir á fundi hjá vinnuhópi SÞ í Genf í október og munu þá innanríkisráðherra og sérfræðingar ráðuneytisins svara spurningum og athugasemdum.

Lesa meira
 

19.7.2011 Velferðarráðuneytið Könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga

Leiguíbúðir í eigu sveitarfélaga voru 4.656 árið 2010 og hafði þá fjölgað um 69 frá fyrra ári. Eftirspurn eftir leiguhúsnæði hefur aukist, íbúðum sem standa auðar hefur fækkað umtalsvert og æ fleiri sveitarfélög greiða nú sérstakar húsaleigubætur. Þetta er meðal niðurstaðna úr nýrri könnun Varasjóðs húsnæðismála.

Lesa meira
 
Starfshópur á vegum ICAO fjallar um notkun flugrita á fundi í innanríkisráðuneytinu.

19.7.2011 Innanríkisráðuneytið Vinnuhópur ICAO fundar á Íslandi um notkun flugrita

Vinnuhópur á vegum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO, sem fjallar um notkun og rannsóknir á flugritum í tengslum við flugslys og alvarleg flugatvik, Flight Recorder Panel, heldur fund sinn í innanríkisráðuneytinu í dag og næstu daga. Verkefni hópsins er að fjalla um hvernig nýta má betur flugrita og hvort og hvaða umbætur eru nauðsynlegar á gerð þeirra.

Lesa meira
 

19.7.2011 Innanríkisráðuneytið Fyrstu sölusamningar Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs frágengnir

Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sem tók til starfa í ársbyrjun samhliða flutningi á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, hefur gengið frá fyrstu formlegu samningum um sölu á fasteignum sem nýttar eru í þjónustu við fatlað fólk og áður voru í eigu og umsjón Framkvæmdasjóðs fatlaðra.

Lesa meira
 

19.7.2011 Utanríkisráðuneyti Íslensk stjórnvöld veita neyðaraðstoð vegna þurrka í austanverðri Afríku

Utanríkisráðuneytið hefur upplýst samstarfshóp íslenskra félagasamtaka um að fjárstyrkur allt að 12,5 milljónir króna verði veittur til verkefna vegna neyðarástandsins í austanverðri Afríku. Umsóknarfrestur er til föstudags 22. júlí.

Lesa meira
 

18.7.2011 Innanríkisráðuneytið Drög að reglum um framlög úr Jöfnunarsjóði til eflingar tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun

Drög að reglum innanríkisráðherra um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda liggja nú fyrir. Drögin eru birt hér á vefnum og óskað er eftir að þeir sem málið varðar kynni sér þau. Hægt er að koma á framfæri athugasemdum við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga fyrir 29. júlí næstkomandi. á netfangið [email protected]

Lesa meira
 
Innanríkissráðherra fór yfir bráðabirgðabrúna í ráðherrabílnum áður en umferð var hleypt á.

17.7.2011 Innanríkisráðuneytið Múlakvísl brúuð á 96 klukkustundum

Bráðabirgðabrúin yfir Múlakvísl var opnuð á hádegi í gær og umferð hleypt á Hringveginn. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði við það tækifæri að starfsmenn Vegagerðinnar hefðu unnið afrek og þakkað þeim og lögreglu, almannavörum og björgunarsveitum sem ferjuðu fólk yfir ána og veittu margvíslega aðstoð.

Lesa meira
 
Hraðamyndavélar eru nú komnar upp í Bolungarvíkurgöngum og Héðinsfjarðargöngum.

15.7.2011 Innanríkisráðuneytið Hraðamyndavélar í Bolungarvíkurgöngum og Héðinsfjarðargöngum

Í dag verða teknar í notkun hraðamyndavélar í Bolungarvíkurgöngum og Héðinsfjarðargöngum. Uppsetningin er liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og er tilgangurinn sá að draga úr ökuhraða á og fækka slysum.

Lesa meira
 

15.7.2011 Innanríkisráðuneytið Hlé á ferjuflutningum meðan Múlakvísl er hleypt undir nýju brúna

Vatni verður hleypt undir hina nýju bráðabirgðabrú yfir Múlakvísl klukkan 17 í dag og á meðan verður hlé á flutningum á fólki og bílum yfir ána. Þegar séð verður hvernig áin hagar sér í nýjum farvegi verður nýtt vað útbúið seint í kvöld og flutningar gætu þá hafist á ný.

Lesa meira
 

15.7.2011 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið Veiðigjald næsta árs verður 9,46 kr á hvert þorskígildiskíló

Hækkunin nú skýrist af auknum aflaheimildum og því að Alþingi ákvað með breytingum á lögum um stjórn fiskveiða að hækka gjaldið úr 9,5% í 13,3% af reiknaðri framlegð.
Lesa meira
 

15.7.2011 Fjármálaráðuneytið Hækkun olíuverðs kallar á langtímaaðgerðir

Á fundi ríkisstjórnar Íslands þann 8. júlí kynnti fjármálaráðherra lokadrög skýrslu nefnar sem hann skipaði til þess að fara yfir möguleg viðbrögð stjórnvalda vegna hækkandi verðs á olíu.

Lesa meira
 
Brúarsmíðin við Múlakvísl gengur vel

14.7.2011 Innanríkisráðuneytið Reynt að hleypa umferð á brúna yfir Múlakvísl fyrir miðja næstu viku

Brúarvinnuflokkar Vegagerðarinnar sem nú vinna hörðum höndum að því að ljúka við smíði brúar yfir Múlakvísl hafa ekki slegið slöku við. Nú er búst við að unnt verði að hleypa umferð á brúna fyrir miðja næstu viku.

Lesa meira
 

12.7.2011 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið Tillaga að lögum um dýravelferð

Nefnd um dýravelferð skilaði í gær af sér tillögum sínum að frumvarpi til nýrra laga um málaflokkinn.

Lesa meira
 

12.7.2011 Iðnaðarráðuneyti Aðgerðir vegna hlaupsins úr Mýrdalsjökli

Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun voru ræddar aðgerðir vegna hlaupsins úr Mýrdalsjökli sem tók af brúna yfir Múlakvísl. Í kjölfar fundarins var send út eftirfarandi fréttatilkynning.
Lesa meira
 

12.7.2011 Innanríkisráðuneytið Hringvegur hugsanlega tengdur um miðja næstu viku

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi ýmsar aðgerðir sem unnið er að vegna flóðsins í Múlakvísl. Á fund ríkisstjórnar komu Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Jón Bjartmarz, yfirlögegluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.

Lesa meira
 

12.7.2011 Forsætisráðuneyti Hringvegurinn þegar opinn að hluta með ferjutengingum; vegtenging mögulega um miðja næstu viku

Ríkisstjórnin fjallaði í morgun á aukafundi um afleiðingar hlaupsins úr Mýrdalsjökli sem tók af brúna yfir Múlakvísl.

Lesa meira
 
Reynt verður að ljúka brúargerð á 10 dögum

11.7.2011 Innanríkisráðuneytið Reynt að ljúka brúarsmíði við Múlakvísl á 10 dögum

Vegagerðin stefnir nú að því að ljúka smíði bráðabirgðabrúar yfir Múlakvísl á 10 dögum. Verkið hefur verið skipulagt í þaula og verði engar óvæntar uppákomur á að vera hægt að hleypa umferðinni á í síðari hluta næstu viku.

Lesa meira
 
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra átti í dag fund með Angelu Merkel kanslara Þýskalands

11.7.2011 Forsætisráðuneyti Forsætisráðherra fundar með kanslara Þýskalands

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra átti í dag fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands í Berlín. 

Lesa meira
 
Viðgerð á Hringveginum við Múlakvísl er hafin.

11.7.2011 Innanríkisráðuneytið Selflutningar yfir Múlakvísl undirbúnir og smíði bráðabirgðabrúar hraðað

Vegna yfirlýsingar Samtaka ferðaþjónustunnar og umfjöllunar um að langan tíma taki að koma upp bráðabirgðabrú yfir Múlakvísl vill innanríkisráðuneytið taka eftirfarandi fram:

Lesa meira
 

Tungumál


Flýtival




Þetta vefsvæði byggir á Eplica